Íslands- og mannkynssaga frá lokum 18. aldar til samtímans
SAGA2NS05
19
saga
Íslands- og mannkynssaga frá miðri 18. öld til vorra daga
Samþykkt af skóla
2
5
Áfanginn er yfirlitsáfangi í Íslands- og mannkynssögu frá miðri 18. öld til vorra daga. Í áfanganum verður farið yfir helstu atriði í sögu Íslands og Evrópu frá tímum frönsku byltingarinnar fram til okkar daga. Lögð verður áhersla á að nemendur skynji sjálfa sig sem áhorfendur og þátttakendur í samhengi sögunnar. Leitast er við að tengja saman gagnvirk áhrif atburða á Íslandi og í umheiminum til að auka skilning nemenda á framvindu sögunnar. Rýnt verður í hvernig lista- og hugmyndastefnur hafa mótað menningu og samfélög. Nemendur fá þjálfun í að leita að upplýsingum og læra að leggja mat á gildi og áreiðanleika heimilda. Áhersla er lögð á að nemendur fái tækifæri til að uppgötva nýja þekkingu sér til ánægju og þroska.
Söguáfangi á fyrsta þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• völdum þáttum í Íslands- og mannkynssögu frá miðri 18. öld til okkar daga
• samspili sögu, tungumáls og hugmynda í mótun menningarsamfélaga
• megindráttum í uppruna vestrænnar menningar og tengslum nútímans við fortíðina
• mismunandi tegundum heimilda í sagnfræði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• tjá sig um sögulega atburði í ræðu og riti
• leysa sagnfræðileg verkefni með samnemendum sínum
• finna heimildir fyrir söguleg verkefni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• beita gagnrýninni hugsun á sögulegar heimildir
• meta sjónarhorn þess sem miðlar sögunni og leggja gagnrýnið mat á það
• nota sjálfstæð vinnubrögð við að leysa verkefni um sögulegt efni
• nota þekkingu, leikni og hæfni úr öðrum námsgreinum við að leysa verkefni um sögulegt efni
Kennari notast við fjölbreytilegt námsmat. Nánar um námsmat í kennsluáætlun.