Áfanginn er byrjunaráfangi í sálfræði. Fræðigreinin sálfræði er kynnt fyrir nemendum, upphaf hennar og þróun. Helstu kenningar og fræðimenn sálfræðinnar eru skoðaðar. Rannsóknaraðferðir sem notaðar eru í sálfræði eru kynntar fyrir nemendum og þeir vinna verkefni þar sem þeir spreyta sig á vísindalegum vinnubrögðum sálfræðinnar. Grunnhugtök og sálfræðistefnur eru kynntar og sérstaklega er komið inn á námssálarfræðina og nemendur læra um mismunandi tegundir náms og minnisaðferðir. Sérstaklega er fjallað um samspil á milli hugsunar, hegðunar og tilfinninga. Sjálfsmynd og mannleg samskipti eru skoðuð og aðferðir sálfræðinnar skoðaðar.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þróun fræðigreinarinnar sálfræði
helstu frumkvöðlum í greininni
víðfeðmi sálfræðinnar og helstu undirgreinum hennar
hvernig sálfræði nýtist í daglegu lífi
leiðum sálfræðinnar til að útskýra hugsun, hegðun og tilfinningar manneskjunnar
mótunaröflum einstaklinga og hópa
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa í og skilja umfjöllun um helstu hugmyndir sem mótað hafa sálfræðina
beita algengustu hugtökum sálfræðinnar á skýran og skilmerkilegan máta
skoða sína eigin hegðun og annarra út frá grundvallarhugmyndum sálfræðinnar
skoða eigin hugsun og tilfinningar út frá grundvallarhugmyndum sálfræðinnar
tjá kunnáttu sína á munnlegan og skriflegan hátt
greina einfaldar leiðir til að breyta hegðun og/eða hugsun sinni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir mótunaráhrifum umhverfis á sjálfan sig og aðra
gera sér grein fyrir samspili hegðunar, hugsunar og tilfinninga
geta með einföldum hætti yfirfært sálfræðilega þekkingu á eigin sjálfsmynd
tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti
afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér þau við verkefnavinnu
geta framkvæmt einfalda rannsókn og áttað sig á helstu niðurstöðum
Leiðsagnarmat sem byggist meðal annars á tilraunum, skriflegum verkefnum, verkefnum fluttum í tímum og smærri prófum.