Farið er í grunnþætti líkams- og heilsuræktar. Nemendur fá kennslu í að velja æfingar sem byggja upp þol, styrk og liðleika.
Einnig fá nemendur fræðslu um algengustu íþróttameiðsl og heilsusamlegt mataræði.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• undirstöðuatriðum varðandi þjálfun líkamans
• mikilvægi hreyfingar fyrir líkamann og gildi hennar í daglegu lífi
• mikilvægi hollrar fæðu, hvíldar og svefns fyrir heilbrigðan lífsstíl
• áhrifum hreyfingar á líkamlega jafnt sem andlega vellíðan
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• skipulegga líkamsþjálfun
• velja mataræði með tilliti til líkamlegrar hreyfingar
• velja æfingar sem byggja upp þol, styrk og liðleika
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• skipuleggja sína eigin þjálfun með það að markmiði að bæta líkamlega og andlega heilsu
• stunda heilbrigðan lífsstíl hvað varðar mataræði, svefn og hvíld