Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423826405.9

    Fötlun, öldrun og áföll
    SÁLF2FÖ05
    19
    sálfræði
    FÖTLUN, ÖLDRUN
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað er um helstu tegundur fötlunar, líkamlegar og félagslegar breytingar sem verða á efri árum, orsakir áfalla og einkenni áfallastreitu/áfallastreituröskunar. Einnig er nemendum veitt innsýn í hvaða þjónusta er í boði fyrir þessa aðila á Íslandi. Nemendur vinna að upplýsingaöflun varðandi þá þjónustu fyrir fatlaða sem þeir hafa mestan áhuga á kynna sér og þurfa m.a. leita upplýsinga á vettvangi. Þeir miðla síðan upplýsingunum til annarra nemenda. Nemendur fá einnig innsýn í aðstæður eldri borgara með því að taka viðtal við þá. Gert er ráð fyrir að þessi þekking nýtist þeim sem fara í störf sem tengjast þjónustu við þessa aðila.
    Nemandi þarf að hafa lokið 5 feiningum í sálfræði á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • hvað telst til fötlunar í dag og þekki helstu einkenni algengustu tegunda fötlunar, orsakir, tíðni og úrræði/meðferð
    • • réttindum fatlaðra og aldraðra samkvæmt lögum
    • • aðstæðum fatlaðra og aldraðra á Íslandi t.d. þeirri þjónustu sem þeim stendur til boða
    • • helstu áhrifum öldrunar á hugsun, líkama og félagslegar aðstæður
    • • hugtökunum áfallastreita, áfallaröskun/áfallastreituröskun og áfallahjálp
    • • þeim úrræðum sem eru í boði fyrir fólk sem hefur lent í áföllum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • afla sér upplýsinga um hvers konar þjónusta er í boði fyrir fatlaða, aldraða og aðra sem þurfa á opinberri þjónustu að halda
    • • koma skýrt og skipulega á framfæri upplýsingum, bæði skriflega og munnlega
    • • geta vitnað í mismunandi tegundir heimilda á réttan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • setja sig í spor fatlaðra, aldraðra og þeirra sem hafa lent í áföllum
    • • sinna sálrænni skyndihjálp og benda fólki sem lent hefur í áföllum á viðeigandi úrræði
    Skrifleg próf, heimildaritgerð, viðtal sett fram í rituðu máli og nemendafyrirlestur.