Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1423833749.66

  Ritlist
  ÍSLE3SL05
  40
  íslenska
  Ritlist
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Um er að ræða áfanga þar sem nemendur fá leiðsögn og tækifæri til að skrifa ýmsar gerðir ritgerða og greina er ekki falla undir hefðbundnar akademískar ritgerðir (t.d. heimildaritgerðir). Áhersla verður lögð á ritsmíðar á borð við ræður, blaðagreinar eða aðrar ritsmíðar sem hafa það markmið að koma skoðunum og sjónarmiðum höfundar á framfæri. Nemendur verða þjálfaðir með textagreiningu og ritun eigin texta og áhersla lögð á að þeir skapi sér persónulegan tjáningarstíl, finni eigin rödd eða aðferð til að miðla efni og upplýsingum á lipurlega rituðu máli.
  ÍSLE2RM06, ISLE2GF05, ISLE3RT05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • • helstu formgerðum ritsmíða
  • • gæðum ritaðs og talaðs máls
  • • helstu hugtökum er varða myndmál og stíl
  • • sjónarhorni og frásagnaraðferðum
  • • ólíkum málsniðum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • • greina helstu frásagnaraðferðir og formgerðir ritsmíða
  • • láta málsnið sitt falla að því efni sem rætt er um hverju sinni
  • • skrifa skýran texta
  • • byggja ritsmíðar sínar upp á skipulegan hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • • velja form ritsmíða sem hentar hverju sinni
  • • skrifa texta sem kemur hugsun höfundar skýrt á framfæri
  • • skrifa afstöðugrein þar sem nemandinn beitir gagnrýninni hugsun og kemur skoðunum sínum á framfæri á greinargóðan hátt
  • • skrifa málefnalega gagnrýni með þar sem kostir og gallar eru settir fram með skýrum rökum
  • • skrifa ræður sem hæfa við ýmis tækifæri
  Símat. Öll vinna í áfanganum gildir til einkunnar auk þess sem gert verður stærra lokaverkefni.