Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423835807.5

    Straumar og stefnur í íslenskum bókmenntum frá landnámi til nútímans
    ÍSLE2KB05(AV)
    29
    íslenska
    bókmenntasaga, heimildavinna, kynningar, valdir bókmenntatextar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AV
    Í þessum áfanga er fjallað um upphaf og sögu íslenskrar ritmenningar og þróun hennar fram til nútímans. Fjallað verður um íslenska bókmenntasögu og hin ýmsu tímabil hennar. Lesnir verða valdir bókmenntatextar frá umræddum tímabilum, unnið með þá með ýmsu móti og leitast við að setja íslenskar bókmenntir í samhengi við evrópskar bókmenntir og menningu. Nemendur verða jafnframt þjálfaðir í notkun bókmenntahugtaka og heimildavinnu. Áhersla lögð á fjölbreytt og skapandi verkefni sem nemendur vinna ýmist hver fyrir sig eða með öðrum og reyna á sjálfstæð vinnubrögð og hæfni nemenda, auka víðsýni og gagnrýna hugsun. Viðfangsefni tengd við menningarviðburði í nærsamfélaginu eftir því sem færi gefst.
    ÍSLE1FL05 eða fullnægjandi árangur úr grunnskóla að mati skólans .
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • upphafi íslenskrar ritmenningar
    • íslenskri bókmenntasögu frá landnámi til nútímans
    • mismunandi tegundum bókmennta
    • nokkrum lykilverkum íslenskra bókmennta
    • tengslum íslenskra bókmennta við evrópska menningu
    • grunnhugtökum í bókmenntafræði
    • notkun hjálpargagna og heimilda og mati á gildi heimilda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa bókmenntatexta frá ýmsum tímum sér til gagns
    • greina bókmenntatexta frá ýmsum tímum og fjalla um inntak þeirra á skapandi hátt
    • beita algengum stílbrögðum í tal- og ritmáli
    • nota heimildir og hjálpargögn með markvissum hætti
    • flytja af öryggi lýsingar og kynningar á verkefnum sínum, hver fyrir sig og með öðrum
    • nota heimildir af ýmsu tagi og geta fléttað efni þeirra saman við eigin viðhorf og ályktanir á heiðarlegan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í málefnalegum umræðum í tengslum við verkefnavinnu og -skil, tjá afstöðu sína og efasemdir um efnið og komast að rökstuddri niðurstöðu
    • túlka texta þótt merkingin liggi ekki á yfirborðinu
    • beita skýru, vönduðu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
    • vinna skapandi verkefni í tengslum við námsefnið
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.