Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1423837602.39

  Málfræði og málsaga
  ÍSLE3UM05
  53
  íslenska
  málfræði, orðaforði, uppruni mála, íslensk málsaga
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  AV
  Í þessum áfanga verður fjallað um málfræði með óhefðbundnum og hefðbundnum hætti. Rætt verður um það hvernig mál verða til og þróast, skyldleika tungumála og íslenska málfræði og hún tengd íslenskri málsögu. Rýnt í grundvöll orðflokkagreiningar, bæði í íslensku og öðrum tungumálum, skyldum sem óskyldum, og hlutverk orðflokkanna í tungumáli. Farið verður í uppruna orða og skyldleika, eiginlega og yfirfærða merkingu þeirra, orðtök og málshætti. Saga og þróun íslenskunnar rakin í stórum dráttum frá upphafi til okkar daga. Nemendur vinna fjölbreytt og skapandi verkefni sem byggjast á öflun heimilda af ýmsu tagi og kynna niðurstöður þeirra. Áhersla er á að nemendur sýni frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð, beiti fræðilegum aðferðum og gagnrýnni hugsun. Nemendur vinna ýmist hver fyrir sig eða með öðrum.
  10 einingar á 2. þrepi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • málfræðihugtökum og ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli
  • hvernig tungumál greinast í orðflokka og innbyrðis afstöðu þeirra
  • uppruna og þróun tungumála
  • skyldleika tungumála
  • helstu einkennum íslensks máls sem nýtast í ræðu og riti, sem og til náms í erlendum tungumálum
  • íslenskri málsögu
  • orðaforða sem nægir til að lesa og vinna með fræðitexta sem tengjast efninu
  • blæbrigðum íslensks máls
  • heimildanotkun í tengslum við verkefnavinnu og gildi mismunandi heimilda
  • frágangi og skráningu heimilda
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nýta málfræðihugtök af öryggi í umræðum um málið og þróun þess, menningu og sögu.
  • lesa og vinna með fræðitexta sem tengjast viðfangsefninu
  • draga saman og nýta á viðurkenndan og gagnrýninn hátt upplýsingar úr hvers kyns heimildum og meta áreiðanleika þeirra
  • koma efni frá sér á skýran og greinargóðan hátt á blæbrigðaríku máli
  • nota viðeigandi stílbrögð, orðatiltæki og málsögulegar vísanir í tal- og ritmáli
  • flytja af öryggi lýsingar og kynningar á verkefnum sínum, hver fyrir sig og með öðrum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • leggja mat á og efla eigin málfærni og annarra, t.d. með því að nýta málfræðiupplýsingar sínar og þekkingu á íslenska málkerfinu
  • beita málinu á viðeigandi og árangursríkan hátt við mismunandi aðstæður í ræðu og riti
  • skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta, á vönduðu og blæbrigðaríku máli
  • taka þátt í málefnalegum umræðum, tjá afstöðu sína og efasemdir um efnið og komast að rökstuddri niðurstöðu
  • draga saman aðalatriði, beita gagnrýnni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
  • átta sig á málsögulegum skírskotunum
  • velja ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum
  • vinna skapandi verkefni í tengslum við námsefnið
  • nýta sér heimildir af ýmsum toga í tengslum við námsefni og verkefnavinnu
  • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við úrvinnslu og skil á verkefnum
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.