Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1423838514.89

  Miðaldabókmenntir
  ÍSLE3KS05
  54
  íslenska
  miðaldabókmenntir (kvæði og sögur), áhrif þeirra á nútímaverk
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  AV
  Í þessum áfanga verður fjallað um helstu gerðir íslenskra miðaldabókmennta, frá eddukvæðum til Sturlungu, og hvernig þær lifa í nútímanum. Lesin verða valin kvæði og textar af ýmsum gerðum frá tímabilinu. Textarnir greindir og tengdir við það umhverfi sem þeir spretta úr. Jafnframt verða skoðuð ýmis nútímaverk sem sækja efnivið sinn í miðaldabókmenntir. Nemendur verða einnig þjálfaðir í notkun bókmenntahugtaka og heimildavinnu. Nemendur kynna sér fræðilegar greinar sem tengjast efninu. Áhersla lögð á fjölbreytt og skapandi verkefni sem reyna á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og mismunandi hæfni nemenda, auka víðsýni og gagnrýna hugsun. Nemendur vinna ýmist hver fyrir sig eða með öðrum.
  10 einingar á 2. þrepi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • upphafi íslenskrar ritmenningar
  • mismunandi tegundum miðaldabókmennta og þekki lykilverk tímabilsins
  • áhrifum miðaldabókmennta á nútímaverk
  • tengslum íslenskra miðaldabókmennta við evrópska menningu þess tíma
  • algengustu stílbrögðum sem einkenna miðaldabókmenntir
  • samfélagi, hugmyndafræði og viðhorfum miðaldamanna
  • heimildanotkun í tengslum við verkefnavinnu og gildi mismunandi heimilda
  • orðaforða sem þarf til að lesa helstu verk miðaldabókmennta
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa bókmenntatexta frá miðöldum sér til gagns og gamans
  • greina bókmenntatexta frá miðöldum og fjalla um inntak þeirra
  • greina áhrif miðaldabókmennta á nútímaverk
  • beita algengum stílbrögðum í tal- og ritmáli
  • skilja lykilhugtök og mismunandi sjónarhorn í bókmenntum
  • draga saman og nýta á viðurkenndan og gagnrýninn hátt upplýsingar úr hvers kyns heimildum og meta áreiðanleika þeirra
  • ganga frá heimildaverkefnum og nýta sér uppbyggilega gagnrýni annarra til betrumbóta
  • flytja af öryggi lýsingar og kynningar á verkefnum sínum, hver fyrir sig og með öðrum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja, greina og tengja saman bókmenntatexta frá ólíkum tímum
  • skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta
  • taka þátt í málefnalegum umræðum, tjá afstöðu sína og efasemdir um efnið og komast að rökstuddri niðurstöðu
  • draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
  • átta sig á samfélagslegum og bókmenntasögulegum skírskotunum, duldum boðskap og hugmyndum
  • beita skýru, vönduðu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
  • velja ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum
  • vinna skapandi verkefni í tengslum við námsefnið
  • nýta sér heimildir af ýmsum toga í tengslum við námsefni og verkefnavinnu
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.