Í áfanganum er jarðfræði Íslands í brennidepli. Lögð er sérstök áhersla á að nemendur öðlist dýpri skilning á uppruna landsins og flekareki, eldvirkni, jarðskjálftum, bergtegundum og jöklum. Einnig er lögð rík áhersla á að nemendur læri að „lesa“ landið, hvaða öfl hafa mótað það, hvernig og á hvaða tíma.
Jarðfræði á 1. þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• grundvallarhugtökum, skilgreiningum og flokkunarkerfum í jarðfræði
• helstu innrænum og útrænum öflum sem mótað hafa Ísland
• helstu gerðum eldstöðva og mismunandi virkni þeirra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• greina helstu gerðir steinda og bergs á Íslandi
• nota jarðfræðikort til þess að greina aldur og gerð bergs
• nota gögn frá jarðskjálftamælum til að reikna út stærð og fjarlægð jarðskjálfta
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• yfirfæra bóklega þekkingu á fyrirbæri í náttúru Íslands
• beita rökhugsun til þess að „lesa“ myndun og mótun Íslands
• afla heimilda á íslensku, ensku og nota þær við ritgerðarsmíð
Símatsáfangi sem byggir á vettvangsferðum, hópavinnu, umræðum, verklegum æfingum, skýrslugerð og prófum.