Í áfanganum er fjallað um lífeðlisfræði dýra og plantna. Skoðuð eru líkamskerfi ýmissa dýrategunda og borið saman hvernig þau sinna ýmsum störfum t.d. boðflutningi, flutningi á næringu og súrefni og útskilnaði úrgangsefna. Einnig er fjallað um plöntulífeðlisfræði, ljóstillífun, flutning á vatni, næringu o.fl. Áfanginn byggir að miklu leyti á verklegum æfingum og verkefnum sem nemendur vinna undir leiðsögn kennara.
Efnafræði og líffræði á 1. þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• gerð og starfsemi frumu
• stjórnun á samvægi í fjölfruma lífveru
• gerð og starfsemi líkamskerfa ýmissa dýrategunda
• gerð og starfsemi plöntu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• bera saman líkamskerfi ólíkra dýra og starfsemi þeirra
• framkvæma einfaldar verklegar æfingar með leiðsögn
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• túlka niðurstöður úr verklegum æfingum og yfirfæra á lífeðlisfræði dýra og plantna
• yfirfæra bóklega þekkingu um lífeðlisfræði plantna og dýra á fyrirbæri í daglegu lífi
• taka gagnrýna afstöðu í umræðu um efni sem tekið er fyrir í áfanganum
Skýrslur og skilaverkefni úr verklegum æfingum. Hlutapróf sem nemendur leysa í kennslustund eða heima. Lokapróf.