Í áfanganum er grunnur erfðafræðinnar kynntur fyrir nemendum þar sem farið er í einfaldar Mendelskar erfðir, erfðir ótengdra og tengdra gena og stofnerfðafræði. Stór hluti áfangans fjallar um sameindaerfðafræði með áherslu á erfðatækni,. Áfanginn byggir að hluta á verklegum æfingum og verkefnum sem nemendur vinna undir leiðsögn kennara.
5 feiningar í efnafræði og 5 feiningar í líffræði á 2. þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• lögmálum og lykilhugtökum erfðafræðinnar
• aðferðafræði við rannsóknir á erfðaefni
• hvernig þekking í erfðafræði er nýtt í daglegu lífi og við meðhöndlun á ýmsum sjúkdómum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• reikna út líkur á að ákveðnir eiginleikar erfist milli kynslóða
• framkvæma verklegar æfingar í erfðafræði með leiðsögn
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• túlka niðurstöður úr verklegum æfingum og meta notagildi aðferðarinnar í erfðatækni
• yfirfæra bóklega þekkingu um erfðafræði á fyrirbæri í daglegu lífi
• taka gagnrýna afstöðu í umræðu um ýmis líffræðileg álitamál
• taka upplýsta afstöðu í umræðum um ýmis siðferðileg álitamál um erfðatækni
Skýrslur og skilaverkefni úr verklegum æfingum. Hlutapróf sem nemendur leysa í kennslustund. Lokapróf.