Viðfangsefni áfangans eru hnitakerfi, veldi og rætur, algebra og lograr með grunntölunni 10, mengi, ójöfnur, algildi, annars stigs jöfnur, fleygbogar, föll og margliður.
5 feiningar í stærðfræði á 1. þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• hnitakerfinu, veldum, rótum og logra með grunntölunni 10
• meðferð algebrubrota, mengjum og algildum
• 2. stigs jöfnum, fleygbogum og eiginleikum þeirra
• fallhugtakinu, margliðum og margliðudeilingu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• vinna með hnitakerfið , beinar línur og fleygboga
• beita veldareglunum við ýmiss konar umritanir
• leysa fyrsta stigs jöfnur, einfaldar vísisjöfnur, annars stigs jöfnur og jöfnur af þriðja stigi sem innihalda heiltölulausnir
• leysa fyrsta stigs ójöfnur og einfaldar algildisjöfnur og -ójöfnur
• beita margliðudeilingu við þáttun margliða
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• skrá lausnir sínar skipulega og geta rætt þær og útskýrt fyrir öðrum
• beita skipulögðum aðferðum við að leysa verkefni sem tengjast fyrsta stigs og annars stigs jöfnum, línum og fleygbogum
• beita gagnrýninni hugsun og skipulögðum aðferðum við að leysa verkefni út frá þekkingu á lausnum svipaðra verkefna
Skriflegt lokapróf, verkefni, heimapróf og leiðsagnarmat.