Viðfangsefni áfangans eru hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi, hornafallareglur, almenn skilgreining hornafalla, umritanir með hornaföllum, hornafallajöfnur og ójöfnur, gröf hornafalla og bogamál. Einnig vigrar í sléttum fleti, samlagning þeirra og lengd, samsíða og hornréttir vigrar, hnit, innfeldi, horn milli vigra og miðpunktur striks. Ennfremur er farið í undirstöðureglur talningarfræðinnar, tvíliðuregluna og Pascalsþríhyrninginn.
STÆR2AM05 eða sambærilegur áfangi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• hornaföllum, umritunarreglum þeirra og gröfum ásamt bogamáli
• helstu hornafallareglum
• einföldum hornafallajöfnum og ójöfnum og lausn þeirra
• vigrum í tvívíðu rúmi og reikningi með þá
• undirstöðureglum talningarfræðinnar, tvíliðustuðlum og Pascalsþríhyrningnum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• nota hornaföll til að finna hliðalengdir, horn og flatarmál þríhyrninga
• leysa einfaldar hornafallajöfnur og -ójöfnur
• finna útslag, lotu og hliðrun hornafalla, teikna gröf þeirra og lesa úr gröfum
• skipta á milli gráða og bogamáls
• beita helstu reiknireglum vigurreiknings
• beita talningafræðireglum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• lesa einfaldari stærðfræðitexta sér til skilnings og draga rökréttar ályktanir af gefnum forsendum
• setja margs konar verkefni upp með táknmáli stærðfræðinnar og leysa þau
• beita fjölbreyttum aðferðum við lausn verkefna
• átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra viðfangsefna
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir hlutapróf og verkefni. Lokapróf er í áfanganum.