Viðfangsefni áfangans eru stofnföll, ákveðið og óákveðið heildi, heildun samsettra falla og ýmis hagnýting heildareiknings. Einnig eru leystar einfaldar deildajöfnur og lausnir deildajöfnu prófaðar. Loks er farið í runur, raðir og þrepasönnun.
STÆR3FD05 eða sambærilegur áfangi þar sem teknar eru fyrir afleiður.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• heildunarhugtakinu og helstu heildunarreglum
• sambandi heildunar og deildunar
• grunnatriðum í meðferð 1. stigs deildarjafna
• endanlegum og óendanlegum runum og röðum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• nota helstu heildunarreglur til reikna ákveðin og óákveðin heildi
• leysa 1.stigs óhliðraðar deildarjöfnur og vinna með þær
• vinna með runur og raðir og geta fundið markgildi þeirra
• nota þrepasönnun til að sanna fullyrðingar um náttúrulegar tölur
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• greina og reikna samsett heildi með viðeigandi heildunarreglum
• nota heildi til að finna flatarmál svæðis og rúmmál snúðs
• nýta sér reglur um runur og raðir í dæmum tengdum raunveruleikanum
• skrá lausnir sínar skipulega og geta útskýrt þær fyrir öðrum
Námsmat er byggt á tímadæmum, heimadæmum, skyndiprófum og lokaprófi auk þess sem þátttaka í kennslustundum er metin til einkunnar.