Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424087909.84

    Flóknari réttir og bakstur
    HÚSS3BF05
    1
    Hússtjórn
    Flóknari réttir og bakstur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Kenndar eru 6 samfelldar kennslustundir vikulega. Lögð áhersla á flóknari matargerð og bakstur. Matarmenning þjóða tekin fyrir og gerð ítarleg skil. Ýmis þemaverkefni lögð fyrir. Tilraunaverkefni að hönnun uppskrifta. Komið við að matreiða eftir leiðbeiningum á ensku og dönsku.
    HÚSS2AG05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Notkun eldhústækja og áhalda.
    • Góða þjálfun í hefðbundnum matreiðsluaðferðum.
    • Verklegu skipulagi og góðri umgengni við tilbúning matar.
    • Hafi þekkingu á gæði hráefna.
    • Gott innsæi í næringarfræði og boðskap lýðheilsustöðvar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Takast á við flóknar uppskriftir og framreiða veislurétti og heimilisréttir.
    • Hafa þekkingu á matarhefðum ólíkra þjóða.
    • Góðu vinnuskipulagi og faglegum vinnubrögðum.
    • Sjálfstæði, sköpun og takast á við nýjunga.
    • Áætla magn matvæla og samsetningu matseðla.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Framreiða veislurétti og heimilismat.
    • Miðlað þekkingu í matargerð og hollustu.
    • Takast á við flóknar uppskriftir og meta innihald og leiðbeiningar.
    • Nýta sér þekkingu á vali hráefnis.
    Áfanginn er símatsáfangi sem byggir á verklegu skipulagi og vinnubrögðum, umgengni og hreinlæti, sköpun og samvinnu. Viðhorfi til verkefna.