Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424178895.39

    Spænska fyrir grunnnotanda - a1 i
    SPÆN1AG05
    37
    spænska
    evrópski tungumálaramminn, grunnur, stig a1
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Þar sem þetta er byrjunaráfangi, er megináhersla lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Strax frá upphafi eru nemendur þjálfaðir í lesskilningi ásamt samskiptaþáttunum tali, framsögn, hlustun og ritun í samræmi við Evrópska tungumálarammann. Áhersla er lögð á réttan framburð, uppbyggingu orðaforða og að þjálfa grunnatriði málfræðinnar. Fléttað er inn í kennsluna menningu spænskumælandi landa. Lögð er áhersla á að nemendur geri sér ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eigin frumkvæðis og vinnu.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • greina og setja fram þann orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans
    • flokka og greina grundvallarþætti þýska málkerfisins
    • setja fram og fá skilning á menningu, samskiptavenjum og siðum spænskumælandi landa og þjóðanna þar sem tungumálið er talað sem móðurmál/fyrsta mál
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt og geta fylgt einföldum fyrirmælum og skilið helstu kveðjur og kurteisisávörp
    • lesa og greina orð og mjög einfaldar setningar úr daglegu lífi
    • taka þátt í einföldum samræðum og tjá sig um efni sem hann þekkir
    • tjá sig um sjálfan sig, fjölskyldu sína og atburði daglegs lífs með því að beita grunnorðaforða tungumálsins
    • skrifa stuttan, einfaldan texta um sjálfan sig og sitt nánasta umhverfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hlusta á og greina einfalt talað mál um sjálfa/n sig og nánasta umhverfi og draga viðeigandi ályktanir
    • rökstyðja og bera saman notkun á einföldum setningum yfir athafnir daglegs lífs
    • leggja grunn að einföldum samræðum þannig að hann rökstyðji, spyrji og svari einföldum, algengum spurningum og spurningum um kunnug málefni
    • draga ályktanir og nota einföld orðasambönd og setningar til þess að segja frá búsetu sinni og fólki sem hann þekkir
    • skipuleggja frásögn og rökstyðja orðaval í skapandi skrifum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.