Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1424249901.5

  Heimasíðurgerð framhald
  HESI2HV05
  1
  Heimasíðugerð
  Uppsetning heimasíðu og vefumsjónarkerfi
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  SS
  Nemendur læra að setja upp vefsíður í CMS vefumsjónarkerfi eins og t.d. Joomla. Nemendur hanna og byggja upp vefsíður með ýmsa notkunareiginleika í huga. Reynt er að láta verkefni líta út fyrir að vera sem raunverulegust. Nemendur vinna stórt lokaverkefni í áfanganum og mega vinna það í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu.
  HESI1HV05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hvernig vefsíður eru uppbyggðar í grunninn
  • hvernig stílsíður (CSS) virka
  • notkunareiginleikum vefumsjónarkerfa
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • setja upp síðu frá grunni sem HTML og aðlaga með CSS
  • setja upp Joomla hugbúnaðarpakkann
  • setja upp síðu í Joomla vefumsjónarkerfinu
  • stilla aðgangstakmarkanir notenda í Joomla vefumsjónarkerfinu
  • framkvæma uppfærslur á kerfinu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • setja upp vefsíðu í Joomla vefumsjónarkerfinu frá grunni
  • geta tekið að sér kerfisstjórn vefsíðna sem eru vistaðar í Joomla vefumsjónarkerfinu
  Lögð verður áhersla á fjölbreytt námsmat. Metin verða verkefni af ýmsu tagi sem nemendur leysa í kennslustundum og/eða heima.