Farið yfir bókun á helstu reikningum fyrirtækja; notkun fyrningareikninga við afskriftir eigna, bókun verðbréfa, hlutabréfa, skuldabréfa og annarra skuldaviðurkenninga og notkun affallareiknings. Einnig er farið yfir bókanir sem varða innflutning; tollafgreiðslu, greiðslu virðisaukaskatts í tolli og fyrirkomulag við geymslu á vörum í tollvörugeymslu. Uppgjörsfærslum er haldið áfram, bæði í gegnum aðalbók og reikningsjöfnuð.
5 feiningar í bókfærslu á 1. þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
millifærslum, leiðréttingum, athugasemdum með lokafærslum
afskriftaaðferðum
innflutningi, tollum, gengisbreytingum
verðtryggðum og óverðtryggðum lánum
hugtakinu eigið fé
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
stemma af reikninga
útbúa innflutningsskjöl og gera færslur sem tengjast innflutningi
reikna og bóka verðbætur, vexti og afborganir af verðtryggðum skuldabréfum
bóka færslur tengdar hlutabréfaeign
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna við einföld bókhaldsstörf
Símat. Nemendur vinna raunhæf verkefni þar sem helstu hugtök og aðferðir eru notaðar.