Í þessum áfanga er fjallað um grunnatriði í rekstri fyrirtækja og umhverfi þeirra. Lögð er áhersla á að veita nemendum yfirsýn yfir fyrirtæki sem efnahagsheild og hvernig það þrífst í samkeppni við önnur fyrirtæki. Til þess að nemendur öðlist skilning á eðli og uppbyggingu fyrirtækja er farið yfir helstu þætti er varða innra skipulag og ytri aðstæður fyrirtækja. Einnig kynnast nemendur flokkun atvinnugreina, stefnumótun, markmiðssetningu, kostnaðargreiningu, starfsgrundvelli og grunnþáttum stefnumótunar og markaðsfræði.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnhugtökum í rekstrarhagfræði
innra og ytra umhverfi fyrirtækja
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
gera einfalda rekstraráætlun og greina frávik
finna út framlegð, jafnvægisverð og jafnvægistekjur
teikna upp framleiðsluferli, reikna út afkastagetu og finna flöskuhálsa
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útskýra grunnhugtök rekstrarhagfræðinnar og greina þætti í innra- og ytra umhverfi fyrirtækja
bera saman áætlanir og rauntölur og túlka niðurstöður
greina jafnvægi í rekstri fyrirtækja
Símat. Nemendur vinna raunhæf verkefni þar sem helstu hugtök og aðferðir eru notaðar.