Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424273657.61

    Rekstrarhagfræði II
    HAGF3FR05
    1
    hagfræði
    Rekstrarhagfræði framhald
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Farið er yfir framboð, eftirspurn, teygni og nytjar. Teknar eru fyrir helstu skilgreiningar á kostnaði og tekjum fyrirtækja og útreikninga þeim tengdum. Framleiðsluútreikningar eru kynntir ásamt aðferðum við útreikning á hagkvæmustu samsetningu í framleiðslu og eru þá notaðar einfaldar aðferðir við línulega bestun, jafnmagns- og útgjaldalínur. Fjallað er um mismunandi markaðsform og verðmyndum hjá fyrirtækjum eftir því hvaða markaðsform þau falla undir.
    5 feiningar í rekstrarhagfræði á 2. þrepi og STÆR2HS05 eða sambærilegur áfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • áhrifum mismunandi breytinga í umhverfi einstaklinga og fyrirtækja á framboðs- og eftirspurnarferla
    • jaðarnytjum, jaðarframleiðslu, jaðarkostnaði og jaðartekjum
    • framleiðsluföllum, kostnaðarföllum, jafnmagnslínum og útgjaldalínum
    • mismunandi markaðsformum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita upplýsingatækni við úrlausn verkefna
    • reikna út hagkvæmustu samsetningu framleiðsluþátta
    • nota línurit og útreikninga við útskýringar á helstu efnisþáttum
    • reikna hagkvæmasta magn og verð við mismunandi markaðsform
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina stöðu fyrirtækja, afkomu þeirra og hagkvæmasta framleiðslumagn miðað við mismunandi markaðsform
    • gera rekstraráætlun
    • bera saman áætlanir og rauntölur og túlka niðurstöður
    Símat. Nemendur vinna raunhæf verkefni þar sem helstu hugtök og aðferðir eru notaðar.