Fjallað er um helstu stefnur í öldrunarmálum hér á landi og þá hugmyndafræði sem er ríkjandi í þjónustu. Unnið er með lög og reglugerðir um málefni aldraðra og réttindi þeirra til þjónustu. Samfélagsleg þjónusta við aldraða verður einnig skoðuð í sögulegu ljósi og hvernig þarfirnar og þjónustan hafa breyst með breyttu samfélagi. Umfjöllun verður um sjálfræði aldraðra og stöðu þeirra og þátttöku almennt í samfélaginu, ásamt siðferðilegum álitamálum í þjónustu við eldri borgara, s.s. þjónustu á heimili, þjónustu við val á búsetu, félagsstarf og fleira. Fjallað verður um breytta sýn eldri borgara á eigið líf og þróun fjölskyldutengsla.
ÖLFR2ÖL05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hugmyndafræði og stefnu í öldrunarþjónustu á Íslandi.
lögum um málefni aldraðra.
helstu þáttum félagslegrar þjónustu.
hugmyndafræði um sjálfræði aldraðra.
fjölbreyttum aðstæðum eldri borgara í síbreytilegu samfélagi.
fjölbreyttu félagsstarfi aldraðra víða um landið.
stöðu aldraðra í nútímasamfélagi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla upplýsinga um opinbera og óopinbera þjónustu fyrir eldri borgara.
skoða og skilgreina hugmyndafræði um sjálfræði aldraðra.
greina og vinna með fjölbreyttar aðstæður eldri borgara í síbreytilegu samfélagi.
að veita öldruðum upplýsingar um réttindi þeirra og mögulega þjónustu.
gera grein fyrir fjölbreyttu félagsstarfi aldraðra víða um landið.
meta í umræðu og skriflegum verkefnum, stöðu aldraðra í nútímasamfélagi.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta brugðist við og rökrætt ólíka hugmyndafræði og stefnur í öldrunarþjónustu á Íslandi og gera sér grein fyrir afleiðingum breyttrar hugmyndafræði. Metið með umræðum og verkefnum.
leiðbeina á hagnýtan hátt sem metið er með verkefnum.
vísa skjólstæðingum veginn um gildi og möguleika á félagslegri þjónustu sem metið er með umræðu í málstofu.
miðla hugmyndafræði um sjálfræði aldraðra sem metið er með verkefnalausnum ásamt málstofum þar sem álitamál eru greind og rökstudd.
bregðast við fjölbreyttum aðstæðum eldri borgara í síbreytilegu samfélagi. Metið með stuttum könnunum, spurningalistum eða viðtölum.
greina frá fjölbreyttu félagsstarfi aldraðra víða um landið sem metið er með kynningum og hópumræðum.
hagnýta í starfi þekkingu sína á stöðu aldraðra í nútímasamfélagi. Metið með munnlegum og skriflegum verkefnum sem sýna úrlausnir mála.
Námsmat í áfanganum byggir á einstaklings- og hópverkefnum byggðum á lesefni, vettvangsferðum, upplýsingum fengnum af heimasíðum þjónustuaðila ásamt viðtölum við eldri borgara. Gerðar eru kannanir með spurningalistum eða viðtölum og slík verkefni kynnt með fyrirlestri.