Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424342257.66

    Kalda stríðið
    SAGA3CP05
    35
    saga
    Kalda stríðið.
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Viðfangsefni áfangans er upphaf og orsakir kalda stríðsins í Evrópu við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Leitast er við að nemendur öðlist dýpri skilning á því hvernig stórveldin fóru frá því að vera nánir bandamenn gegn nasismanum í að verða hatrammir andstæðingar. Tímabilið sem áfanginn tekur til er 1945 – 1991 og verða menning, stjórnarfar og samfélag Bandaríkjanna og Sovétríkjanna tekin til rækilegrar skoðunar. Einnig verður nokkuð litið til Austur- og Vestur Evrópu, Afríku og Asíu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • áhrifum kynhlutverka og stéttskiptingar á líf fólks á tímum kalda stríðsins
    • helstu atburðum úr kalda stríðinu sem vísað er til í samtímanum
    • helstu hugtökum, kenningum og viðfangsefnum kalda stríðsins
    • hlutverki og mikilvægi sjálfbærni í sögu kalda stríðsins
    • meginstiklum í tækni-, vísinda- og atvinnuþróun Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
    • mismunandi hugmyndum og framkvæmd á bandarísku stjórnkerfi, kostum þeirra og göllum
    • mismunandi hugmyndum og framkvæmd á sovésku stjórnkerfi, kostum þeirra og göllum
    • mismunandi sjónarhornum á samfélagsleg gildi og siðferði í Bandaríkjunum
    • mismunandi sjónarhornum á samfélagsleg gildi og siðferði í Sovétríkjunum
    • örlögum og sögu Afríku, Asíu á tímum kalda stríðsins
    • örlögum og sögu Vestur- og Austur Evrópu á tímum kalda stríðsins
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina fjölbreytt orsakasamhengi
    • leita sér að gagnlegum heimildum
    • rannsaka afmörkuð söguleg efni
    • setja fram söguleg viðfangsefni á skýran, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt
    • skrifa texta sem byggja á ítarlegri heimildaöflun og úrvinnslu gagna
    • sýna sjálfstæði og sköpun í verkefnavali og verkefnaúrlausnum
    • taka þátt í umræðum og verja rökstudda afstöðu sína
    • vinna að verkefnum með samnemendum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa heimildir um kalda stríðið á gagnrýninn hátt
    • meta umfjöllun um kalda stríðið í nútímamiðlum
    • taka frumkvæði í þekkingaröflun og verkefnavali og nálgast þau á faglegan hátt
    • taka siðferðislega afstöðu til mismunandi atburða og örsaka þeirra í kalda stríðinu
    • taka þátt í málefnalegum umræðum og rökræðum um sögu og samfélög mismunandi landa
    • útskýra bandarísk og sovésk viðhorf og hugmyndir um ýmis málefni tengd kalda stríðinu
    Tímaverkefni, valverkefni með frjálsu sniði, framsaga og kaflapróf