Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424430324.58

    Enska B2 framhald II
    ENSK2OB05
    36
    enska
    bókmenntir, orðaforði, stig b2 í evrópska tungumálarammanum
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Byggt er á hæfni nemenda sem hafa lokið fimm feiningum á öðru þrepi. Stefnt er að aukinni færni nemandans í hlustun, tali, lestri og ritun. Í fyrrgreindum þáttum er áhersla lögð á sérhæfðari orðaforða t.d. í textum tengdum tækni og vísindum.
    5 feiningar á 2. þrepi (B2)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna þar sem tungumálið er notað og geti tengt þau við eigið samfélag og menningu
    • orðasamböndum og þverfaglegum orðaforða
    • helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls s.s. greinamerkjasetningu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og sýna skilning á fjölbreyttum texta um sérhæft efni
    • skrifa margskonar texta og nota orðasambönd í viðeigandi samhengi
    • tjá sig skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í málefnalegum umræðum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt
    • skilja almennar samræður, hvort sem hann þekkir umræðuefnið eða ekki
    • skrifa greinargóðan texta með tilvísunum í traustar heimildir
    Próf og verkefni, munnleg og skrifleg.