Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424434493.11

    Fjármál I
    FJMÁ2FF05
    2
    Fjármál
    Fjárfestingavalkostir, hlutabréf, skuldabréf
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað er um fjármál einstaklinga og helstu hugtök á sviði fjármála. Áhersla er lögð á þjálfun í hagnýtum útreikningum. Fjallað er um markað fyrir helstu tegundir verðbréfa og meginatriði er varða mat á fjárfestingavalkostum.
    STÆR2HS05 eða sambærilegur áfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu vaxtahugtökum
    • gagnsemi fjárhagsáætlana fyrir einstaklinga og fyrirtæki
    • mismunandi sparnaðarleiðum einstaklinga, helstu skuldabréfum, hlutabréfum og lánavalkostum
    • þeirri ábyrgð sem fylgir því að taka lán
    • vísitölum og verðbólgu
    • mismunandi fjárfestingavalkostum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera einfalda fjárhagsáætlun
    • reikna út vexti, núvirði og framtíðarvirði, nafnávöxtun, raunávöxtun, gengi, afföll og yfirverð á einföldustu gerð skuldabréfa
    • reikna út hagkvæmustu fjárfestingavalkosti með hjálp núvirðisreikninga ásamt útreikningum á innri vöxtum greiðsluraðar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja mat á hagkvæmni fjárfestingavalkosta
    Símat. Nemendur vinna raunhæf verkefni þar sem helstu hugtök og aðferðir eru notaðar.