Kynnt eru grundvallaratriði íslenskrar stjórnskipunar og réttarfars. Áhersla er lögð á kynningu á lögum og reglum sem varða einstaklinga og viðskiptalífið.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnhugtökum er lúta að réttindum og skyldum einstaklinga og fyrirtækja
farvegi mála í gegnum dómstóla og aðrar stofnanir réttarkerfisins
grundvallaratriðum í sambandi við löggjöf og aðrar réttarheimildir
helstu lögum sem varða samninga, umboð, kaup, kröfur, ábyrgðir og öðrum reglum sem tengjast viðskiptalífinu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka þátt í umræðu um lögfræðileg málefni á gagnrýninn hátt
verja rökstudda afstöðu sína með tilvísun í lög og réttarheimildir
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita lögum og réttarheimildum við lausn hagnýtra verkefna
túlka og greina fréttir sem tengjast efni áfangans
nota upplýsingatækni við lausn verkefna
Símat. Nemendur vinna raunhæf verkefni þar sem helstu hugtök og aðferðir eru notaðar.