Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424549951.66

    Menning og Bandaríkin
    ENSK3AM05(CT)
    42
    enska
    Fræðilegur orðaforði og Bandaríkin
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    CT
    Áhersla er lögð á að nemendur vinni með fjölbreyttari og flóknari texta en áður. Þeir halda áfram að tileinka sér grunnorðaforða vísinda og fræða, tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og rökstyðja skoðanir sínar. Eitt helsta markmið áfangans er kynning á menningarheimi Bandaríkjanna. Fjallað er um bandarískt samfélag, venjur og siði. Í tengslum við það er unnið með sýnishorn af bandarískum bókmenntaverkum sem og kvikmyndir, heimildamyndir o.fl. sem túlkað er út frá menningarlegu samhengi. Nemendur vinna sjálfstætt að viðameiri verkefnum sem tengjast Bandaríkjunum, sem fela í sér öflun upplýsinga á bókasafni, á Netinu og margmiðlunarefni.
    10 einingar í ensku á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Bandaríkjum Norður-Ameríku, sögu þeirra, menningu og málnotkun. Einnig stjórnmálum í Bandaríkjunum, fjölmiðlum og áhrifum þeirra á þjóðfélagsmótun
    • viðhorfum og gildum sem hafa mótað bandaríska sem og íslenska menningu
    • orðaforða í ræðu og riti sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja vel sérhæfða texta og geta lesið sér til ánægju og/eða gagns texta sem gera miklar kröfur til lesandans, bæði hvað varðar orðaforða og uppbyggingu sem og myndmál og stílbrögð
    • átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi merkingu, viðhorfum og tilgangi þess sem talar
    • beita málinu af lipurð og kunnáttu til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni fræðilegs og menningarlegs eðlis
    • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta
    • flytja vel uppbyggða, frumsamda frásögn, kynningu eða greinargerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og bregðast við fyrirspurnum
    • lýsa skýrt og greinilega flóknum hlutum eða ferlum á sviði sem þeir hafa kynnt sér
    • skrifa texta með röksemdafærslu þar sem fram koma rök með og á móti og þau eru vegin og metin
    • vinna úr ýmsum upplýsingaveitum og fella saman í eina heild samkvæmt þeim hefðum sem gilda um heimildavinnu
    • beita rithefðum sem við eiga í textasmíð, m.a. um inngang með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag