Kjarnahugtök áfangans eru lestur og ritun. Áhersla er lögð á að nemendur efli færni sína í lestri. Þeir vinna markvisst að því að efla leshraða sinn og lesskilning á einstaklingsgrundvelli. Þeir nemendur sem þess þurfa fá ennfremur leiðbeiningar til þess að bæta kunnáttu sína í réttritun. Nemendur lesa mismunandi gerðir texta og bókmenntaverk frá ólíkum tímum og fjalla um gerð þeirra og inntak. Þeir þjálfast í ritun mismunandi texta og meðferð heimilda. Nemendur fá þjálfun í hugtakanotkun við umfjöllun um mismunandi texta, stíl þeirra og málsnið.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
gildi góðrar lestrarkunnáttu í lífi og starfi.
grunnhugtökum í ritgerðasmíð.
upplýsingaöflun og notkun heimilda í ritun.
réttritunarreglum í íslensku eftir því sem við á.
mismunandi tegundum bókmenntatexta og grunnhugtökum sem notuð eru við umfjöllun um bókmenntir.
hugtökum sem nýtast við umfjöllun um tal- og ritmál.
málsniði og stíl og helstu stílbrögðum og stíleinkennum texta.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
markvissri notkun viðeigandi hjálpargagna við frágang ritsmíða.
ritun nytjatexta af ýmsu tagi með mismunandi málsniði.
að flytja ræður, endursagnir og kynningar af mismunandi tagi af öryggi.
að beita mismunandi lestraraðferðum í samræmi við gerðir texta.
að draga saman aðalatriði og finna megininntak texta.
að draga saman og nýta upplýsingar úr ýmiss konar heimildum og flétta saman við eigin viðhorf og ályktanir á heiðarlegan hátt.
að lesa bókmenntir sér til gagns og gamans og fjalla um inntak þeirra.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
auðvelda sér nám í öðrum tungumálum og skilning á byggingu þeirra.
vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið í ræðu og riti.
setja fram skoðanir sínar í ræðu og riti og rökstyðja þær.
túlka bókmenntatexta þótt merkingin liggi ekki á yfirborðinu.