Í þessum áfanga er fjallað um mál og menningarsögu og áhersla er lögð á bókmenntir og ritun. Nemendur lesa íslenskar bókmenntir frá mismunandi tímum og ræða og fjalla um stíl þeirra og inntak í ræðu og riti. Þeir vinna með hugtök sem notuð eru við umfjöllun um bókmenntir og skrifa lengri og styttri texta. Nemendur læra um norræna goðafræði og lesa hluta Snorra-Eddu og Völuspá. Þeir læra um málsögu íslensku og helstu breytingar sem orðið hafa á málinu frá öndverðu. Ennfremur læra þeir að nýta sér heimildir og fá þjálfun í meðferð þeirra.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hugtökum sem nýtast við bókmenntaumfjöllun.
hugtökum sem notuð eru við ritgerðasmíð.
notkun heimilda í ritun.
hagnýtum aðferðum við að setja fram mál sitt á skýran og skilmerkilegan hátthagnýtum aðferðum við mat á eigin vinnu og annarra.
norrænni goðafræði eins og hún birtist í Eddu Snorra Sturlusonar.
samhengi máls og menningarsögu.
hugtökum í málsögu.
helstu breytingum á íslensku frá alda öðli til okkar daga.
inntaki Völuspár og byggingu kvæðisins.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fjalla skriflega og munnlega um afmarkaða þætti námsefnisins.
vinna með öðrum nemendum í hóp að lausn ýmiss konar verkefna.
meta eigið vinnuframlag sem og annarra.
flytja fyrirlestra, lýsingar og kynningar í tengslum við námsefnið.
semja texta í tengslum við námsefnið á sjálfstæðan og skapandi hátt.
nýta sér heimildir og upplýsingar á sjálfstæðan og heiðarlegan hátt.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið.
lesa ólíkar tegundir bókmennta sér til gagns og gamans.
taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu.
leita sér heimilda og upplýsinga um tiltekið efni og vinna úr þeim á sjálfstæðan og heiðarlegan hátt.
vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið. ...sem er metið með... dýpka skilning sinn á máli og menningarsögu.