Viðfangsefni áfangans er fornbókmenntir. Fjallað er um einkenni Íslendingasagna, ritunartíma þeirra og efni. Nemendur lesa Íslendingasögu og vinna fjölbreytt verkefni í tengslum við lesturinn. Fjallað er um eddukvæði, efni þeirra, einkenni og bragfræði. Nemendur lesa goða- og hetjukvæði. Þeir þjálfast enn frekar í ritgerðasmíð.
10 einingar í íslensku á 2. þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Íslendingasögum, bakgrunni þeirra og helstu einkennum.
efni eddukvæða og bragfræði þeirra.
hugtökum sem notuð eru við ritgerðasmíð.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja fram mál sitt í ræðu og riti á skýran og skilmerkilegan hátt.
vinna með öðrum nemendum í hóp að lausn ýmiss konar verkefna.
meta eigið vinnuframlag sem og annarra.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa bókmenntir, ljóð og laust mál, sér til gagns og gamans.
vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið í ræðu og riti.
setja fram skoðanir sínar í ræðu og riti og rökstyðja þær.