Viðfangsefni áfangans er nútímabókmenntir og bókmenntasaga. Nemendur lesa fjölbreytt úrval bókmennta, ljóð og laust mál og vinna margvísleg verkefni í tengslum við lesturinn. Tengsl samfélags og bókmennta eru í forgrunni.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu bókmenntastefnum 20. aldar og áfram.
tengslum og gagnvirkni samfélags og bókmennta.
hugtökum í bragfræði.
myndmáli og stílbrögðum í ljóðagerð 20. aldar og áfram.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tjá sig munnlega og skriflega um lesefni áfangans á skapandi hátt.
lýsa einkennum tiltekins texta og tengslum hans við bókmenntastefnur.
vinna með öðrum nemendum í hóp að lausn ýmiss konar verkefna.
meta eigið vinnuframlag sem og annarra.
flytja fyrirlestra, lýsingar og kynningar í tengslum við námsefnið.
fjalla um valið efni, munnlega og skriflega á sjálfstæðan og skapandi hátt.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið í ræðu og riti.
setja fram skoðanir sínar í ræðu og riti og rökstyðja þær.
velja sér viðfangsefni og kjósa viðeigandi framsetningarmáta fyrir það.
lesa bókmenntir, ljóð og laust mál, sér til gagns og gamans.