Innihald áfangans er breytilegt frá önn til annar en lögð er áhersla á að nemendur beiti gagnrýnni hugsun til þess að dýpka og efla læsi sitt á eigið umhverfi, efnislega og menningarlega. Nemendur læra að sjá umhverfi sitt í samhengi, hvernig menning okkar er og hvað það er sem hefur skapað hana og að þekkja rætur hennar. Námið er verkefnabundið og nemendur rannsaka viðfangsefni áfangans hverju sinni á gagnrýninn hátt.
Dæmi um möguleg viðfangsefni:
• Byggingarlist
• Siðfræði
• Hönnun
• Myndlist
• Leiklist
• Tónlist
• Matarmenning
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnhugtökum sem notuð eru við umfjöllun um þau viðfangsefni sem áfanginn snýst um hverju sinni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tjá sig í ræðu og riti á sjálfstæðan hátt um viðfangsefni áfangans
beita hugtökum sem lúta að viðfangsefni áfangans í umfjöllun um viðfangsefni hans
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka virkan þátt í umræðu í samfélaginu sem varðar viðfangsefni áfangans ...sem er metið með... umræðum, verkefnaskilum, sjálfsmati og jafningjamati eftir því sem við á
horfa gagnrýnum augum á umhverfi sitt og átta sig á því hvað hefur skapað það ...sem er metið með... umræðum, verkefnaskilum, sjálfsmati og jafningjamati eftir því sem við á