Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1424681773.72

  Grunnáfangi í myndlist
  MYNL2SL05
  8
  myndlist
  Sjónlist, myndlist, málun, teikning
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Áfanginn einkennist af því að kenna nemendum grunntækni í myndlist með tengingu við samtímalist og málefni líðandi stunda. Í áfanganum er unnið með mismunand aðferðir sjónlista eftir fjölbreyttum þemum sem tengjast málefnum samfélagsins í dag og grunnstoðum menntunnar. Mikil áhersla er lögð á virkni nemenda og þátttöku í kennslustundum. Kennsluhættir áfangans eru með þeim hætti að áhersla er lögð á að afla, greina, skapa og miðla, þ.e. nemandi fær innlögn frá kennara, hanni greinir og skapar út frá því og miðlar svo sínum hugmyndum. Nemendur rannsaka, skapa, sýna, tjá og túlka. Grunnhugmyndir fagmiðaðrar myndlistakennslu : Öll verkefni áfangans eru skoðuð út frá gildum s.s. mannréttindum, jafnrétti, heilbrigði, sjálfstæði, sjálfsþekkingu, ábyrgð, lýðræði, samkennd og sjálfbærni. Í öllum verkefnum er tenging við gildi ásamt því að kynnt er fyrir nemendum listamenn samtímans sem tengjast efninu. Jafnframt eru kynntir fyrir nemendum listamenn bæði fyrr og nú sem nýta sambærilega tækni í hverju verkefni fyrir sig. Í öllum verkefnum er lögð áhersla á sjálfbærni og efnisnotkun er í samræmi við það. Áhersla er lögð á í öllum verkefnum að nemendur geti tekið þátt í umræðum og greint niðurstöður sínar. Grunnteikning, lita- og formfræði: Litablöndun, andstæður og samstæður í litum. Litatónun með tilliti til ljóss og skugga, fjallað um merkingu og tákn lita í víðu samhengi. Pósitívur og negatívur, unnið með svörtun og hvítum pappír. Lína, hringur, kassi og þríhyrningur. Litasvið blýants og aðferðir í skyggingu. Unnið með litahring Ittens í litablöndun. Að framkalla þrívídd með skyggingu og blöndun lita og tóna. Fjarvíddarteikning: Nemendur læra forsendur eins-, tveggja- og þriggjapuntka fjárvíddar. Læra að teikna rými í kringum sig, innanhúss og utan. Málun: Nemendur mála mynd á striga. Nýta sér aðferðir úr lita- og formfræði. Læra að vinna með akrylmálningu og kynnast eggtemperu. Nemendur nýta sér eigin skissubók sem viðfangsefni. Portrait teikning: Nemendur læra grunntækni í teikningu andlitsmynda og teikna sjálfsmynd. Teikna með blýanti, kolum og tússi á pappír og glærur. Nota „selfie“ og vinna með aðferðum teiknimyndasögugerðar í sjálfsmynd. Skissubók: Nemendur eiga að vinna í skissubók yfir alla önnina. Viðfangsefnið er daglegt líf. Aðferðir við skissuvinnu eru frjálsar. Lokaverkefni: nemendur velja sér gildi, aðferð og miðil til að vinna með í lokaverkefni sem verður til sýningar í lok annarinnar. Farið verður í heimsókn á tvær sýningar og verkefni unnin á staðnum eða út frá sýningunum.
  Forkröfur áfangans eru engar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnatriðum í teikningu, litafræði og formfræði
  • grunnatriðum í fjarvíddarteikningu
  • grunnatriði í einföldum portrait
  • teikningum og sjálfsmyndum
  • grunnatriðum í meðferð og málun með akrylmálningu á striga
  • mismunandi verkfærum og áferð mismunandi efna
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • ná fram mismunandi tónum ljóss og skugga með litum
  • teikna einföld form og skyggja
  • skyggja og sneiða form, eins og kúlu, kassa, keilu, pýramída
  • teikna einfaldar rýmismyndir í fjavídd
  • vinna verk með fjölbreyttum aðferðum og verkfærum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • þróa eigin hugmyndir
  • nýta sér tækni eins og skissubækur við hugmyndavinnu
  • ræða og rökstyðja hugmyndir sínar og skoðanir
  • beita gagnrýnni og skapandi hugsun
  • gera sér grein fyrir tilgangi myndlistar
  • nýta myndlist til að tjá skoðanir sínar
  • gera sér grein fyrir samfélagslegu hlutverki myndlistar
  Metin verður virkni í kennslustundum og heimaverkefnum og fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina. Engin skrifleg lokapróf eru í áfanganum. Metið er fyrir tækni, virkni, skapandi og greinandi þátttöku. Ábyrgð og sjálfstæði í verkefnum verður metið