Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424696745.1

    Stofnun og rekstur nuddstofu
    STRN2SR04
    2
    Stofnun og rekstur nuddstofu
    Rekstur nuddstofu, bókhald, leyfisbréf
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    Farið er í grundvallarþætti sjálfstæðs atvinnureksturs svo sem leyfisveitingar, skráningu og skil á virðisaukaskatti, bókhald og skattalagaumhverfi. Einnig er nemendum kennt hvernig þeir gefa út reikninga fyrir vinnu sína sem verktakar. Nemendur vinna hagnýtt hópverkefni þar sem þeir stofna til nuddstarfsemi, markaðssetja hana og kynna.
    BÓKF1IB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvert á að leita varðandi leyfi til rekstrar nuddstofu og hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að leyfið fáist
    • ýmsum gildandi rekstrarformum
    • almennri markaðsfræði
    • skráningu og skilum á virðisaukaskatti
    • einföldu tölvubókhaldi
    • helstu skyldum verktaka gagnvart hinu opinbera og lífeyrissjóðum
    • samningum, ábyrgðum og tryggingum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gefa út reikninga fyrir vinnu sinni og færa sjóðsbók
    • standa skil á staðgreiðslu og tryggingargjaldi
    • standa skil á lífeyrisgreiðslum sem sjálfstæður atvinnurekandi
    • gera virðisaukaskattskýrslur
    • færa einfaldar færslur í tölvubókhaldi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta hvaða rekstrarform hentar best viðkomandi rekstri
    • markaðssetja nuddstarfssemi sína
    • stofna og reka nuddstofu
    • gera rekstrar- og efnahagsreikning
    Símat. Hagnýt einstaklings- og hópverkefni ásamt skriflegum prófum.