Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424698412.18

    Almenn efnafræði
    EFNA2ME05
    19
    efnafræði
    atómið, efnajöfnur, efnatengi, mólreikningar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AV
    Áfanginn er grunnáfangi í efnafræði. Helstu viðfangsefni eru efna- og eðliseiginleikar efna, mælingar og meðferð talna, bygging atóma, frumefni, efnasambönd, jónir, læsi á lotukerfið og efnatengi. Helstu gerðir efnahvarfa, læsi á efnajöfnur og mikil áhersla á magnbundna útreikninga. Hugtökin mól og styrkir efna í lausnum, samband hita, þrýstings og rúmmáls fyrir gastegundir. Með samræðu er lögð áhersla á að tengja námsefnið reynsluheimi nemanda, auka víðsýni hans og beita rökhugsun.
    Að hafa lokið stærðfræði í grunnskóla með fullnægjandi hætti að mati skólans
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugtökum í efnafræði
    • byggingu atóma og lotukerfinu
    • byggingu sameinda og gerð efnatengja
    • mólum og mólmassareikningum
    • mismunandi efnahvörfum
    • ástandsjöfnu gastegunda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota grunnhugtök í efnafræði
    • reikna reynsluformúlu efna, atómmassa, fjölda öreinda í atómi o.fl.
    • nota rafdrægni til að skilgreina efnatengi
    • rita nafn og formúlu ólífrænna efna
    • reikna út mól, massa og mólmassa
    • reikna út magnbundna þætti efnahvarfa
    • reikna út þrýsting, rúmmál, mól og hita í kjörgasi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta lotukerfið m.a. til að finna og útskýra eiginleika frumefna og jóna
    • nýta þekkingu úr öðrum greinum við verkefnalausnir í efnafræði
    • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
    • tengja efnafræðina við daglegt líf fólks og umhverfi og sjá notagildi hennar
    • nýta þekkingu á efnajöfnum og mólhugtakinu til þess að útskýra magnbundna þætti efnahvarfa
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.