Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424700423.22

    Kenningar í félagsfræði
    FÉLA2KE05
    23
    félagsfræði
    kenningar í félagsfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað er um helstu undirstöður félagsfræðinnar, félagsfræðilegt sjónarhorn, frumkvöðla greinarinnar og helstu kenningar. Nemendur læra að beita kenningum til að skilja samskipti manna og fá þjálfun í að beita félagsfræðilegu innsæi. Fjallað er um rannsóknaraðferðir félagsfræðinnar og rannsóknarferli félagsvísinda. Bornar eru saman eigindlegar og megindlegar rannsóknir. Nemendur skoða tiltekin viðfangsefni félagsfræðinnar í ljósi ríkjandi kenninga innan hennar.
    5 feiningar í félagsvísindum/félagsfræði.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu viðfangsefnum, kenningum og rannsóknaraðferðum félagsfræðinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita mismunandi kenningum til að skoða samfélagsleg viðfangsefni
    • taka þátt í samfélagslegri umræðu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skoða tengsl samfélags og einstaklinga á gagnrýninn hátt
    • meta ólíkar kenningar félagsfræðinnar sem verkfæri til að skoða tiltekin félagsleg fyrirbæri
    • meta hvaða rannsóknaraðferðir henti til að skýra mismunandi þætti samfélaga
    • taka gagnrýna afstöðu til samfélagslegrar umræðu
    Þátttaka í áfanganum, próf, munnleg og skrifleg verkefnaskil, einstaklings- og hópverkefni.