Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424702082.91

    Efnafræði, lögun sameinda og tengi
    EFNA3LT05
    13
    efnafræði
    Lögun sameinda og tengi
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Hefðbundin kennsla fer fram í kennslutímum, þar sem hvatt er til umræðu og fyrirspurna eftir því sem tilefni gefast til. Mikil áhersla er lögð á dæmareikning. Auk þessa eru verklegar æfingar í raungreinastofu. Í raungreinastofu er tölvubúnaður sem gerir nemendum kleift að hefja skýrslugerð og útreikninga jafnframt tilrauninni. Lögð er áhersla á að nemendur noti tölvuforrit við úrvinnslu niðurstaðna. Nemendum er ætlað að tileinka sér og öðlast skilning á efni kennslutexta og viðbótarefni sem fram kemur í kennslustundum. Einnig eiga þeir að ná tökum á skýrslugerðarformi og tölfræðilegri úrvinnslu gagna í verklegum tilraunum.
    EFNA2AE05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • skammtatölum, lögun og legu svigrúma, rafeindaskipan frumefna í grunnástandi
    • • lotubundnum eiginleikum frumefna
    • • Lewis-myndum
    • • lögun og skautun sameinda, VSEPR byggingum sameinda, svigrúmablöndun atómsvigrúma, sameindasvigrúmum (MO) tvíatóma sameinda
    • • vökvum og föstum efnum: jónaefnum og málmum, veikum efnatengjum, hamskiptum
    • • fasalínuritum
    • • magnbundnum eiginleikum lausna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • rita rafeindaskipan frumefna í grunnástandi
    • • álykta um hlutfallslega stærð atóma og atómjóna
    • • álykta um eiginleika frumefna út frá staðsetningu þeirra í lotukerfinu
    • • rita Lewispunktaformúlur efna
    • • reikna hvarfavarma út frá tengjaentalpíu
    • • spá fyrir um lögun og skautun sameinda út frá VSEPR líkaninu og teikna þær í þrívídd
    • • ákvarða svigrúmablöndun atóma í sameind
    • • teikna MO myndir
    • • útskýra eiginleika fastra efna og vökva út frá kröftum milli sameinda
    • • túlka fasalínurit
    • • framkvæma einfaldar verklegar æfingar í tilraunastofu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • beita skipulegum aðferðum við úrlausn dæma
    • • túlka orðadæmi og klæða þau í stærðfræðilegan búning
    • • setja upp jöfnur og leysa þær með viðeigandi mælieiningum
    • • leggja mat á úrlausnir sínar og álykta um hvort þær standist
    • • beita gagnrýninni hugsun og sýn innsæi og útsjónarsemi við lausnir verkefna
    • • skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær í rituðu máli
    • • þróa skilning sinn á efnisheiminum
    • • átta sig á hlutverki efnatengja í heiminum
    • • víkka skilning sinn á því hvernig lögun efna hefur áhrif á efnahvörf og efniseiginleika
    Lokapróf, annarpróf, verklegar æfingar, heimadæmi.