Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424704307.39

    Föll, markgildi og diffrun
    STÆF3FD05
    3
    Stærðfræði
    diffrun, föll, markgildi
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    AV
    Meginefni áfangans eru föll, markgildi, diffurreikningur og kynning á diffrun. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru föll og gröf falla, veldisföll, vísisföll, lograföll, andhverf föll, samsett föll, eintæk, átæk og gagntæk föll. Markgildi, diffrun og markgildishugtakið. Skilgreining á afleiðu falls. Diffrun veldisfalla, vísisfalla, lografalla og hornafalla. Reiknireglur fyrir diffrun margfeldis, ræðra falla og samsettra falla. Samfeldni,diffranleiki falla og aðfellur. Hagnýting diffrunar við könnun falla, s.s. að finna staðbundin hágildi og lággildi, einhallabil, beygjuskil og jöfnu snertils. Notkun diffrunar við hagnýt viðfangsefni, t.d. útreikning á hraða og hröðun. Söguleg þróun. Efni áfangans skoðað með hliðsjón af sögu stærðfræðinnar. Í áfanganum er lögð áhersla á sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð, röksemdafærslur og nákvæmni í framsetningu við lausn verkefna í stærðfræði.
    Hafa lokið STÆF2RH05 og STÆF2AM05 eða sambærilegum áföngum á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ræðum föllum, veldisföllum, vísisföllum, lograföllum og hornaföllum
    • markgildum og skilgreiningu þeirra
    • diffrun og hagnýtingu diffrunar
    • fallakönnun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota vísis- og lograföll með mismunandi grunntölum
    • finna andhverfur falla og setja saman föll
    • nota markgildi og skilgreiningu á afleiðu falls
    • diffra veldisföll, vísisföll, lograföll og hornaföll og nota reiknireglur fyrir diffrun margfeldis, ræðra falla og samsettra falla
    • nota diffurreikning við könnun falla, einkum að finna staðbundin útgildi, einhallabil, beygjuskil, jöfnu snertils og aðfellur
    • teikna gröf falla og kanna samfeldni og diffranleika þeirra
    • sanna ákveðnar reglur
    • reikna hagnýt dæmi þar sem beita þarf diffrun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu
    • velja aðferðir til að leysa verkefni og beita þeim rétt
    • skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega fyrir öðrum
    • fylgja og skilja röksemdafærslu í mæltu máli og í texta
    • leysa margvísleg viðfangsefni í öðrum námsgreinum og daglegu lífi
    • vinna með mismunandi útfærslur reglna
    • skilja sannanir
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.