Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424773447.72

    Hljóðsetning I
    HLJS2HT08(AR)
    1
    Hljóðsetning
    Hljóðsetning
    Samþykkt af skóla
    2
    8
    AR
    Nemendur tileinka sér grunnatriði hljóðsetningar á kvikmyndum og sjónvarpsefni. Nemendur læra að taka upp raddir og setja við myndefni þannig að hljóð og mynd passi saman. Jafnframt geti nemendur gengið frá hljóðrás blandaðri hvort sem er í mono eða stereo. Nemendur kynnast Surround 5.1. Nemendur læra um mismunandi staðla sem notaðir eru hverju sinni í faginu.
    HUPT1HT06AR
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hljóðnemum.
    • hljóðvinnslubúnaði.
    • upptökutækjum.
    • myndbúnaði.
    • áhrifahljóðum.
    • vinnuferlum.
    • helstu stöðlum í hljóð og mynd.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka upp hljóð í háum gæðum hvort sem er á hliðrænan eða stafrænan búnað.
    • tengja upp fyrir mynd og hljóð með leiklesara.
    • taka upp og setja inn á aðskildar rásir efni með áhrifahljóðum.
    • meta samspil myndar og hljóðs (sync).
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka upp tal og tóna og jafnframt setja inn á myndir hvort heldur sem er bíómyndir, fræðsluefni eða barnaefni í þokkalegum gæðum.
    • vita hvaða staðlar eiga við um mismunandi verkefni.
    Áfanginn er símatsáfangi og byggist að mestu upp á leiðsagnarmati.