Nemendur æfist í beitingu á þrívíðu hljóði og geti notað Surround. Nemendur tileinki sér hljóðkröfur fyrir kvikmyndahús og muninn á hljóðvinnslu fyrir sjónvarp annarsvegar og kvikmyndahús hinsvegar. Nemendur nái færni í tal- og hljóðsetningu með fjölrása upptöku og vinnslubúnaði með leikara, söngvara eða hljómsveit.
HLJS2HT08AR – Hljóðsetning I
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Surround.
kröfum kvikmyndahúsa varðandi hljóðgæði og staðla.
kröfum sjónvarpsstöðva varðandi hljóðgæði, staðla og tækni sem þarf.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka upp hljóð í háum gæðum hvort sem er á hliðrænan eða stafrænan búnað.
hljóðvinna í Surround.
setja inn hljóð, tal eða tóna í Surround.
ganga frá hljóði við myndefni til útsendingar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vera fær um að taka upp áhrifahljóð, tónlist, tal eða söng til innsetningar á kvikmynd, stuttmynd eða barnaefni.
ganga frá myndefni til sýningar fullbúnum hljóðlega séð.
Áfanginn er símatsáfangi og byggist að mestu upp á leiðsagnarmati.