Að nemendur nái góðum tökum á hverskyns hljóðvinnslubúnaði. Nemendur séu færir um að taka upp á og blanda hljóð í viðurkenndu hljóðupptökuforriti. Nemendur kynnist upptökum á flaumrænan (analog) hátt og geti unnið hljóð með bæði stafrænum og flaumrænum hætti. Nemendur fái innsýn inn í stafrænt hljóð.
Nemandi þarf að hafa lokið að minnsta kosti 100 feiningum í framhaldsskóla af 1. og 2. þrepi. Þar af þarf nemandi að hafa lokið að minnsta kosti 10 feiningum í stærðfræði, ensku og íslensku á 2. þrepi. Einnig er æskilegt að nemandi hafi stundað tónlistarnám af einhverju tagi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helsta búnaði til upptöku.
stafrænum upptöku og hljóðvinnslubúnaði.
flaumrænum upptöku- og hljóðvinnslubúnaði.
limiter, compressor, tónjafnara og viðlíka búnaði.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka upp hljóð, vista og vinna með það.
blanda hljóð á mörgum rásum.
setja inn og nota hljóðvinnslutæki (effect).
meta hljóðblöndunarforsendur, limiter, compressor og svo framvegis.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
stilla tækin til að fá sem besta upptöku.
blanda og taka upp fleiri rásir.
nota helstu verkfæri í hugbúnaði til hljóðvinnslu.
gera sér grein fyrir réttri meðhöndlun hljóðs með hljóðbreytum og skaðsemi rangrar notkunar.
skila af sér fullunninni vöru.
meðhöndla gögn með tilliti til öryggis og geymslu.
Áfanginn er símatsáfangi og byggist að mestu upp á leiðsagnarmati.