Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424777399.8

    Hljóðvinnsla II
    HLJV2HT07(BR)
    1
    Hljóðvinnsla
    Hljóðvinnsla
    Samþykkt af skóla
    2
    7
    BR
    Framhald af HLJV1HT06AR. Nemendur öðlast aukna færni í hljóðvinnslu. Upptökurásir verði fleiri, fleiri möguleikar í blöndun og frekari innsetning áhrifahljóða. Nemendur ná dýpri skilning á stillingu búnaðar eins og EQ, Limit, Compress og fl.
    Nemandi hafi lokið HLJV1HT06AR
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu og virkni hljóðvinnsluforrita.
    • helstu stillingum og forsendum tækjabúnaðar.
    • skipulagi við eftirvinnslu verkefna.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með fjölda hljóðrása.
    • stilla forsendur fyrir hverja rás.
    • skipuleggja eftirvinnslu verkefna.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta tækjaþörf.
    • vinna með hljóð á stafrænu eða flaumrænu formi.
    • stilla tækin til að fá sem besta niðurstöðu.
    • blanda og taka upp fleiri rásir.
    • nýta verkfæri forrita til flóknari hljóðvinnslu.
    Áfanginn er símatsáfangi og byggist að mestu upp á leiðsagnarmati.