Áhersla er lögð á að auka enn frekar við orðaforða nemenda. Lesnir verða lengri textar.
Nemendur eru þjálfaðir í að skrifa stutta texta og hlusta á samtöl og leikþætti.
Nemendur eru þjálfaðir í að tjá sig munnlega.
Ýtt er undir sjálfstæð vinnubrögð í tungumálanáminu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu reglum í frönskum framburði
algengum kveðjum og samskiptavenjum
orðaforða til að kynna sig og aðra og lýsa nánasta umhverfi
grunnatriðum franskrar málfræði og málnotkunar
útbreiðslu frönskunnar og nokkrum þáttum í menningu frönskumælandi landa
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita málvenjum við hæfi
tjá sig í ræðu og riti á einfaldan hátt um efni sem tengist honum og hans nánasta umhverfi
skilja einfalt talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt
lesa stutta og einfalda texta um kunnuglegt efni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
eiga einföld samskipti á frönsku og beita viðeigandi málsniði í samskiptum