Nemendur læra að skilja almenn orð og einfaldar setningar um sjálfa sig, kynna sig og fjölskyldu sína og segja frá venjulegum degi hjá sér. Nemendur læra japanskt letur: Hiragana og einfalt Kanji.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
nægum orðaforða til að kynna sig og lýsa nánasta umhverfi
helstu reglum um framburð tungumálsins
grunnatriðum málfræði og málnotkunar
japanskri leturgerð Hiragana og einföldu Kanji
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa og skrifa einfaldar setningar á Hiragana og skilja einfalt japanskt talað mál
þekkja nokkur tákn í Hiragana og Kanji
beita grunnreglum málfræði og málnotkunar
skrifa stutta texta um afmarkað kunnuglegt efni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
eiga einföld samskipti á Hiragana um afmarkað efni
beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum
lesa mjög einfalda texta sér til gamans
skrifa stutta texta á Hiragana, t.d. dagbókafærslur, stutt skilaboð og þess háttar