Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424782546.32

    Hljóðvinnsla III
    HLJV3HT09(CR)
    1
    Hljóðvinnsla
    Hljóðvinnsla
    Samþykkt af skóla
    3
    9
    CR
    Að nemendur nái góðum tökum á hverskyns hljóðvinnslubúnaði. Nemendur séu færir um að fullvinna hljóð í viðurkenndu hljóðvinnsluforriti. Nemendur séu jafnfærir um vinnslu á stafrænan búnað sem flaumrænan og geti unnið hljóð með báðum aðferðum. Jafnframt geti nemendur unnið skipulagt með tölvur ogviti hvernig á að skila af sér verkefnum sem aðrir taka við eða sem endanlegri vöru.
    Nemandi hafi lokið HLJV2HT07BR
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu helstu forrita er tengjast hljóðvinnslu.
    • helstu stillingum og forsendum.
    • masteringu.
    • hljóðblöndun við mismunandi aðstæður og fyrir mismunandi miðla.
    • skipulagningu og stjórn flóknari verkefna varðandi hljóðvinnslu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með fjölda hljóðrása.
    • stilla forsendur fyrir hverja rás.
    • sjá fyrir vandamál sem geta komið upp og vita hvernig á að leysa þau.
    • meta gæði sinnar vinnu eða annara út frá faglegum forsendum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • stilla upp hljóðvinnslubúnaði.
    • vinna með hljóð á stafrænu eða flaumrænu formi.
    • stilla tækin til að fá sem besta niðurstöðu.
    • miðla þekkingu og reynslu til annara.
    • ráðleggja sínum viðskiptavinum.
    • meta gæði vinnu og nýta þekkingu sína til að lagfæra ef með þarf.
    Áfanginn er símatsáfangi og byggist að mestu upp á leiðsagnarmati.