Unnið er að aukinni færni nemandans í hlustun og tali.
Nemendur læra fleiri grunnatriði málfræði og málnotkunar.
Viðfangsefni eru m.a. tengd daglegu lífi og liðnum atburðum.
Nemendur æfast í að nota þrennskonar japanskt letur: Hiragana, Katakana og einfalt Kanji.
Nemendur eru hvattir til að búa sjálfir til samtöl, bæði munnlega og skriflega með Hiragana, Katakana eða einföldu Kanji.
JAPA1AG05 eða samsvarandi áfangi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
orðaforða og málfræðiatriðum til að mæta hæfnimarkmiðum áfangans
helstu reglum um framburð tungumálsins
japanskri leturgerð, Hiragana, Katakana og einföldu Kanji
helstu siðum og venjum í Japan
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa og skilja almenn orð og einfaldar setningar á Hiragana og Katakana
beita grunnreglum málfræði og málnotkunar
taka þátt í einföldum samræðum og beita kurteisisvenjum og málvenjum við hæfi
skrifa stutta texta um kunnuglegt efni á Hiragana og Katakana
skrifa mjög einfalt Kanji t.d. daga og dagsetningar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
eiga einföld samskipti, t.d. að miðla eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum
lesa einfalda texta sér til ánægju
skrifa stutta texta frá eigin brjósti á Hiragana og Katakana