Nemendur kynnist lögmáli Ohms. Nemendur læri að reikna spennur, strauma, viðnám og afl út frá gefnum eða mældum gildum, þekki lögmál Watts um afl og geti reiknað afl á hljóðlínu. Þekki desíbel skalann út frá spennu, afli eða straumi. Þekki helstu hugtök rafmagnsfræðinnar sem tengjast hljóði og hljóðvinnslu sem og muninn á VU mælingu og PPM mælingu. Þekki réttan tengimáta hljóðlína. Þekki staðla eins og RCA, XLR, jack o.fl. Geti lóðað tengi á snúru eða gert við bilaðar snúrur.
Nemandi þarf að hafa lokið að minnsta kosti 100 feiningum í framhaldsskóla af 1. og 2. þrepi. Þar af þarf nemandi að hafa lokið að minnsta kosti 10 feiningum í stærðfræði, ensku og íslensku á 2. þrepi. Einnig er æskilegt að nemandi hafi stundað tónlistarnám af einhverju tagi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
lögmáli Ohms.
lögmáli Kirkoff.
lögmáli Watt.
spennu, straum og viðnámi.
snúrum og tengimátum.
dB skalanum.
VU og PPM mæligildi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
mæla og reikna RMS gildi og Upp gildi.
reikna dB út frá spennu eða straum.
smíða hljóðsnúrur með Jack eða XLR tengjum.
mæla spennur og viðnám með AVO mæli.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
smíða hljóðsnúrur með mismunandi tengjum.
smíða einfalda rafeindarás eftir forskrift.
fyrirbyggja eða finna jarðhringrás (ground loop).
Áfanginn er símatsáfangi og byggist að mestu upp á leiðsagnarmati.