Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424785698.89

    Raffræði hljóðtækni II
    HRAF2HT04(BR)
    1
    Raffræði
    Raffræði
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    BR
    Áfanginn er framhald af 1. þreps áfanganum HRAF1HT04AR. Nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi tveggja fasa hljóðlína „balanced signal“. Þekki helstu uppsprettur rafeindasuðs og truflana í umhverfinu. Þekki grundvallaratriði rökrása, binary kóðann. Þekki hvernig A/D breytur vinna, sampling rate og bit rate. Viti mikilvægi sýnatökutíðni og bitafjölda í sýni. Þekki PCM kóðun og helstu þjöppunarstaðla. Þekki stafrænar hljóðlínur og bjögunarvandamál. Þekki stafrænar geymsluaðferðir eins og CD og DVD, flökt vegna lélegra kapla, tengja eða ófullkominnar klukku og DAT upptökutæki og uppbyggingu þeirra.
    HRAF1HT04AR
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sampling rate.
    • bit rate.
    • Binary kóða.
    • A/D – D/A breytur.
    • stafrænum þjöppunarstöðlum.
    • stafrænum frumgagnastöðlum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja og setja upp stafræn tæki með mismunandi tengimátum.
    • færa hljóð og mynd milli tækja í mismunandi stöðlum.
    • setja saman einfalda rafeindarás.
    • gera við og smíða hljóðsnúrur.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • ákvarða gæði jaðarbúnaðs og þannig gera sér grein fyrir hvort gæðakröfur séu uppfylltar.
    • gera við eða smíða snúrur fyrir hliðrænt hljóðmerki, XLR, Jack eða RCA.
    • setja saman rafeindarás (kit) sem nýta má til hljóðvinnslu.
    Áfanginn er símatsáfangi og byggist að mestu upp á leiðsagnarmati.