Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424786306.93

    Rekstrarfræði
    HREK2HT04(AR)
    1
    Rekstrarfræði
    Rekstrarfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    AR
    Nemendur læra um rekstrarumhverfi hljóðiðnaðarins. Nemendur fá innsýn inn í sögu tónlistariðnaðarins, hvernig iðnaðurinn hefur byggst upp undanfarin hundrað ár og helstu fyrirtæki sem starfa í þeim iðnaði, erlendis sem og á Íslandi. Nemendur kynnast helstu tækifærum í iðnaðinum, vandamálum sem iðnaðurinn stendur frammi fyrir og hvar líkleg tækifæri liggja. Nemendur fá haldgóða þekkingu í markaðsfræðum til þess að vera færir um að markaðssetja tónlist innanlands sem erlendis. Auglýsingatækni er reyfuð og möguleikar netsins. Tækniþróunin er skoðuð ofan í kjölinn og möguleikar analog og digital reyfaðir. Tónlist í tölvuleikjaiðnaðinum er skoðuð. Réttindamál eru skoðuð, reglugerðir og lög varðandi höfundarrétt. Hlutverk STEF, samningamál og regluverk tónlistariðnaðarins gagnvart tónlist, auglýsingatónlist, kvikmyndatónlist o.fl. Viðskiptamódel tónlistariðnaðarins er reyfað innanlands sem utan. Markaðssetning á mismunandi stigum t.d. sala diska, útgáfa, tónleikar, leyfisveitingar, varningur tengdur tónlistar- og kvikmyndaiðnaðinum. Framtíðin skoðuð og möguleikar við breytta aðferðafræði og fljótandi umhverfi. Fjármál og rekstur fyrirtækis skoðaður, farið í grunnatriði fjármálafræða, bókhald, rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymi, áætlanagerð, fjárhagsáætlun fyrir plötugerð og fyrir kvikmynd.
    HLJV1HT06AR – Hljóðvinnsla I
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • rekstrarumhverfi í hljóðvinnslu.
    • skattareglum útgáfustarfsemi.
    • sögu tónlistariðnaðarins.
    • helstu útgáfusamningum.
    • STEF.
    • lagalegum hliðum útgáfu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita töflureiknum við fjárhald.
    • færa inn bókhald í einfalt kerfi.
    • gera einfalt skattauppgjör.
    • gera ítarlega fjárhags og rekstraráætlun.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera markaðsáætlun fyrir ýmsa einfalda útgáfu.
    • rekstraráætlun fyrir lítið upptökuver.
    • gera markaðsáætlun fyrir tónleika eða aðra smærri viðburði af svipuðum toga.
    • stunda verktakavinnu.
    Áfanginn er símatsáfangi og byggist að mestu upp á leiðsagnarmati.