Nemendur geti lesið nótur til að fylgja eftir spili hljómsveitar, einleikara eða söngs til að merkja upptöku. Áfanginn er fyrst og fremst þjálfun í nótna-, og taktlestri sem og tónheyrn.
Nemandi þarf að hafa lokið að minnsta kosti 100 feiningum í framhaldsskóla af 1. og 2. þrepi. Þar af þarf nemandi að hafa lokið að minnsta kosti 10 feiningum í stærðfræði, ensku og íslensku á 2. þrepi. Einnig er æskilegt að nemandi hafi stundað tónlistarnám af einhverju tagi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
nótum.
helstu hljóðfærum.
tónstiga.
takt og taktnúmer.
tónheyrn.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa nótur við söng eða spil.
telja taktbil.
þekkja tóna og hljóma.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fylgja eftir takttalningu.
þekkja helstu hljóðfæri út frá hljóm.
greina tónbil og skala út frá tónheyrn.
Áfanginn er símatsáfangi og byggist að mestu upp á leiðsagnarmati.