Í þessum áfanga er viðfangsefnið mannréttindi, bæði fræðileg og verkleg. Í kennslustundum er fjallað um þróun mannréttinda síðan í fornöld og stöðu þeirra á okkar dögum, ekki síst málefni flóttamanna í heiminum. Nemendur vinna sjálfboðastörf hjá hjálparsamtökum utan stundatöflu. Einnig gefst nemendum tækifæri til að taka þátt í flóttamannaleik Rauða krossins, en þar er aukaeining í boði skv. samningi Rauða krossins við mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Hafa lokið sem samsvarar 50 feiningum auk byrjunaráfanga í félagsvísindum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mannréttindasáttmála S.Þ.
grundvallarhugmyndum um mannréttindi fyrr og nú
ýmiss konar mannréttindabaráttu og mannréttindabrotum
málefnum flóttamanna í heiminum á okkar dögum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla sér upplýsinga um mannréttindi
túlka það efni sem hann viðar að sér í námi
setja sjálfur fram upplýsingar með ýmsum hætti um málefni tengd mannréttindum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita gagnrýnni hugsun á umfjöllun um mannréttindamál samtímans
taka rökstudda afstöðu til mannréttindamála og umfjöllunar um þau
vinna sjálfstætt og með öðrum að sameiginlegum markmiðum tengdum réttindabaráttu
taka virkan þátt í aðgerðum sem viðhalda lýðræðislegu og sjálfbæru samfélagi
Mæting og virkni bæði í kennslustundum og sjálfboðavinnu. Einstaklings- og hópverkefni.